The home of Eurovision lyrics

Song Information
Music: Ingvi Þór Kormáksson
Lyrics: Friðrik Erlingsson

Í nótt deyr mín ást til þín
Í nótt, meðan máninn skín
Sú von sem vakti ein með mér
Nú virði einskis lengur er

Í nótt hverfur öll mín þrá
Í nótt, allt sem trúði ég á
Ókunnar hendur elska mig
Og eyða munu minningum um þig

Í nótt er mitt hjarta kalt
Og hver sem er má eiga það, eiga það allt

Í nótt á ég engan að
Í nótt, engan samastað
Þú varst mitt líf, mitt heita blóð
Mín óskastjarna og eina ástarljóð

Í nótt er mitt hjarta kalt
Og hver sem er má eiga það, eiga það allt
Og hver sem er má eiga það, eiga það allt

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Visitors from around the world

free counters