The home of Eurovision lyrics

elisabet-ormslev_lead

Song Information
Music: Greta Salóme Stefánsdóttir
Lyrics: Greta Salóme Stefánsdóttir

Birtu bregður jörðin hljóð
Bíður nóttin þolinmóð
Eftir mér, bíður eftir mér

En það dafnar ljós í dimmunni
Sem dansar um og faðmar mig
Tíminn frýs og staðnar allt um stund

Á ný
Er eins og þú sért aftur hér, á ný
Og svo á ný
Er allt eins og það áður var, á ný

Og ég kveð þig, kveð þig svo á ný
Á ny, á ny

Vaki’á meðan jörðin mín
Værum svefni dvelur í
Vaki’og bíð, ein ég vaki’og bíð

Og það brestur lágt í nóttinni
Og bærist ljós í dimmunni
Tíminn frýs og staðnar allt um stund

Á ný
Er eins og þú sért aftur hér, á ný
Og svo á ný
Er allt eins og það áður var, á ný

Og ég kveð þig svo á ný
En ég sé þig svo á ný
Og ég kveð þig, kveð þig
Oh…

Kveð þig svo á ný
Og ég sé þig svo á ný
Og ég kveð þig, kveð þig
Oh…

Á ný
Er eins og þú sért aftur hér, á ný
Og svo á ný
Er allt eins og það áður var, á ný

Oh… oh… oh…

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Visitors from around the world

free counters