The home of Eurovision lyrics

erna-mist-magnus-thorlacius_lead

Song Information
Music: Erna Mist, Magnús Thorlacius
Lyrics: Erna Mist, Magnús Thorlacius
Other versions
Icelandic English

Lítil á sem fjöllin sker
Alltaf ókunnug var mér
Eins og allt sem aldrei sagðir þú mér frá

Mörg þú áttir leyndarmál
Sem ég aldrei fékk að sjá
Líkt og regnbogi sem sífellt flýr mér frá

Og ég neyðist til að segja sem var áður sagt
Þögnin hefur lífið okkar undirlagt
Alla daga rignir óvissu um þau ótöluðu orð
Segðu mér það muni lægja einhvern dag

Aldrei liti áttum við
Sem gátu málað himininn
En þessa hluti aldrei sagði ég við þig

En skugga tvo við eigum þó
Sem málað geta dag og nótt
Ég á enn ósunginn söng til þín frá mér

En ég neyðist til að segja sem var áður sagt
Þögnin hefur lífið okkar undirlagt
Alla daga rignir óvissu um þau ótöluðu orð
Segðu mér það muni lægja einhvern dag

Og ég neyðist til að segja sem var áður sagt
Og ég neyðist til að halda áfram einn
Segðu mér, er þetta okkar kveðjustund?
Segðu mér (Það muni lægja einhvern dag)
Segðu mér (Það muni lægja einhvern dag)

Segðu mér að allt sem færði okkur saman sé nú gleymt
Að þúsund nætur hafi gefið ekki neitt
Því alla daga rignir óvissu um þau ótöluðu orð
Segðu mér það muni lægja einhvern dag

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Visitors from around the world

free counters