The home of Eurovision lyrics

fridrik-omar_lead

Song Information
Music: Grétar Örvarsson, Kristján Grétarsson
Lyrics: Ingibjargar Gunnarsdóttur

Lífið með þér fullkomið er
Ljósið sem lýsir mér leið
Þú ert kjölfesta mín
Sólin sem skín

Og á stað þar sem golan er hlý
Gælir við kinn
Þar sem ég gleði finn
Þar finn ég faðminn þinn

Þú ert sem eldur í æðum mér, um þig ég dreymi
Það er eitthvað sem dregur mig að þér, nú er ég komin til þín
Heima á ný, ennþá í hjartanu er
Þessi eldur sem logar hjá þér

Þú sérð mína sál og kveikir þar bál
Hjá þér ég friðinn minn finn
Finndu hjarta mitt slá
Vertu mér hjá

Það er óskin mín, allt sem ég bið
Þú mér við hlið
Hér liggur lífsins rót
Og hér tek ég ástinni mót

Þú ert sem eldur í æðum mér, um þig ég dreymi
Það er eitthvað sem dregur mig að þér, nú er ég komin til þín
Heima á ný, ennþá í hjartanu er
Þessi eldur sem logar hjá þér og kveikir í mér…

Þú ert sem eldur í æðum mér, um þig ég dreymi
Það er eitthvað sem dregur mig að þér, nú er ég komin til þín
Heima á ný, ennþá í hjartanu er
Þessi eldur sem logar hjá þér
Þessi eldur sem logar hjá þér og kveikir í mér

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Visitors from around the world

free counters