The home of Eurovision lyrics

Song Information
Music: Halldór Guðjónsson
Lyrics: Íris Kristinsdóttir

Þau sögðu mér það yrði aldrei neitt
Úr mér svona yfirleitt
Lítil, aum orðin heldur rýr
En nú rís dagur nýr

Lifnar yfir mér smátt og smátt
Sé nú í lit allt áður var grátt
Hvar hef ég verið og hver er ég
Ráfaði um villuveg

Ég breyði úr vængjum tveim
Ég hef mig til flugs og ég ætla heim
Mín bíður þar betra líf
Ei leita þarf meir

Ég breyði úr vængjum tveim
Ég hef mig til flugs og ég ætla heim
Þar bíður mín betra líf
Þar í alsælu ég svíf

Þrátt fyrir mótvindin stóð ég bein
Engin að leiða mig, ég var ein
Bak við brosið reyndist sár
Þó hvergi sæist tár

Hvernig gátu augu mín
Eigi litið þessa sýn
Stefna mín virðist skýr
Því nú rís dagur nýr

Ég breyði úr vængjum tveim
Ég hef mig til flugs og ég ætla heim
Mín bíður þar betra líf
Ei leita þarf meir

Ég breyði úr vængjum tveim
Ég hef mig til flugs og ég ætla heim
Þar bíður mín betra líf
Þar í alsælu ég svíf

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Visitors from around the world

free counters