The home of Eurovision lyrics

jogvan-hansen-stefania-svavarsdottir_lead

Song Information
Music: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Lyrics: Sveinn Rúnar Sigurðsson, Ágúst Ibsen

Heit höndin úr greipum mér rann
Þegar kvaddi ég þá sem ég ann
Blá var birtan sem nóttina nærði
Og af söknuði hjarta mitt brann

Og þó sólin senn rísi á ný
Er mér kalt svo ég heiti þér því
Að ég vaki, ég bíð því ég veit að
Aftur strýkur mér höndin þín hlý

Þú veist ég yfir þér vaki
Og bráðum kem ég heim til mín

Kvaddir svo fljótt
Ég vild‘ þú værir hjá mér í nótt
Ég hélt ég myndi aldrei sjá þig í annað sinn

Vertu mér hjá
Því er við verðum eitt muntu sjá
Hvert andartak er eilífð í faðmi þínum

Þó í fjarska, ég fyrir þér finn
Til þín hugsa og hinkra um sinn
Það er sárt hvað ég sakna þín ákaft
Dvelur ætíð hjá þér hugur minn

Þá er nafn þitt í vindinum hvín
Og allir vegir mig leiða til þín
Finn þig nær mér í sérhverjum skugga
Tær þín ásjón‘ í huga mér skín

Ég veit þú yfir mér vakir
Og bráðum kemur heim til mín

Kvaddir svo fljótt
Ég vild‘ þú værir hjá mér í nótt
Ég hélt ég myndi aldrei sjá þig í annað sinn

Vertu mér hjá
Því er við verðum eitt muntu sjá
Hvert andartak er eilífð í faðmi þínum

Loks er mér rótt
Ég veit þú verður hjá mér í nótt
Það er svo gott að fá loks að sjá þig í annað sinn

Vertu mér hjá
Að eilífu og þá muntu sjá
Að líða dimmar nætur
Og að morgni ég sé þig í annað sinn

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Visitors from around the world

free counters