The home of Eurovision lyrics

Song Information
Music: Haraldur V. Sveinbjörnsson
Lyrics: Sváfnir Sigurðarson

Land mitt og þjóð, þetta ólgandi blóð
Dugnaður, elja og fegurstu ljóð
Spor þeirra manna sem mörkuðu slóð
Spor þeirra manna sem mörkuðu slóð

Við áttum ei margt og stundum var hart
Íburð og eyðslu þekktum við vart
Að vetrinum loknum þá varð alltaf bjart
Mér dugði að vita það yrði aftur bjart

En ég gefst ekki upp, þótt ég bogni þá brotna ég ei
Ég stend uppréttur vel mína leið
Já ég gefst ekki upp, ég neita að gefa eftir
Ég brotna ei

Að glænýjum sið þá mótmæltum við
Stóðum saman við þinghúsið
Trúði því alltaf að fólk meinti vel
Ég trúi því ennþá að fólk meini vel

Og ég gefst ekki upp, þótt ég bogni þá brotna ég ei
Ég stend uppréttur vel mína leið
Já ég gefst ekki upp, ég neita að gefa eftir
Ég brotna ei

En ég trúi ekki á ykkar fögru fyrirheit
Og ég spyr mig hvort ég hefði átt að skilja, átt að heyra, átt að sjá

Brúin var brennd og hérna ég stend
Með loforðin öll sem að voru aldrei efnd
Reiður með langþreytta réttlætiskennd
Dvo reiður með langþreytta réttlætiskennd

En ég gefst ekki upp, þótt ég bogni þá brotna ég ei
Ég stend uppréttur vel mína leið
Já ég gefst ekki upp, ég neita að gefa eftir
Ég brotna ei, ég brotna ei

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Visitors from around the world

free counters