Song Information | |
Music: Mark Brink | |
Lyrics: Mark Brink | |
Other versions | |
Icelandic | English |
Ef þú þiggur mína ást færð þú til baka
Allt það besta sem að boðið get ég þér
Við eigum af svo mörgu gott að taka
Ég vil eyða allri ævinni með þér
Þótt brostnar verði vonir skaltu bíða
Þú fundið getur ástina með mér
Lífið sjálft til lukku getur snúist
Leyfðu mér að finna það með þér
Þú og ég, þú og ég
Þú og ég, þú og ég
Gef þér alla daga ást mína og hlýju
Ekkert betra í lífi mínu er
Vafinn umhyggju og ástinni að nýju
Alla ævi viltu eig’ana með mér
Til einskis er að gráta eða syrgja
Við saman munum þræða þessa leið
Vonina við höfum til að byggja
Og ástina sem ávallt okkar beið
Þú og ég, þú og ég
Þú og ég, þú og ég
Það er svo gott í lífinu að elska
Eins og blóm á engi ástin grær
Ef gefurðu til baka ást að nýju
Elskaðu og lífið við þér hlær
Þú og ég, þú og ég
Þú og ég, þú og ég
Leave a Reply