The home of Eurovision lyrics

Song Information
Music: Hallgrímur Bergsson
Lyrics: Hallgrímur Bergsson
Other versions
Icelandic English

Lítur til mín lífið nýtt
Lítið andlit undurblítt
Horfir hugsandi mig á
Heimsins svör öll virðist þrá

Sum ég glaður segi þér
Sum þau kom’ af sjálfu sér
Önnur aðeins hægt að fá
Með upplifun og því að rekast á

Taktu flugið eltu drauminn, elt’ ‘ann alla leið
Ákveðin ef leiðin er ei greið
Megi allar vættir góðar vernd’ og gæta þín
Vina, það er óskin mín

Kynslóð kemur, kynslóð fer
Kollhnís lífsins þannig er
Meðan veginn göngum við
Var þú átt við mína hlið

Taktu flugið eltu drauminn, elt’ ‘ann alla leið
Ákveðin ef leiðin er ei greið
Megi allar vættir góðar vernd’ og gæta þín
Vina, það er óskin mín

Það liðna eru minningar
Sem læra má af margt
Láttu ráða dómgreindin’
Og nýttu eigin kraft

Taktu flugið eltu drauminn, elt’ ‘ann alla leið
Ákveðin ef leiðin er ei greið
Megi allar vættir góðar vernd’ og gæta þín
Vina, það er óskin mín

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Visitors from around the world

free counters