The home of Eurovision lyrics

iceland_lead

Song Information
Music: Magnús Kjartansson
Lyrics: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Þú fórst í flýti burt
Ég fann þig ekki lengur hér
Ég vildi vera frjáls
Og vita hvemig líf það er

Mig rák í rogastans
En reyndi samt að skilja það
Ég man þá myrku nótt
Og morgunsár á nýjum stað

Samt sem áður var ég vinur þinn
Og vorið kemur nú í fyrsta sinn
Með undrun, þrá og eftirsjá
Hér endurtekur sagan sig

Eitt lítið leyndarmál
Sem lifir meðan annað deyr
Við eigum ennþá draum
Sem á að rætast síðar meir

Ég mun alltaf verða vinur þinn
Og vorið kemur enn í fyrsta sinn
Með undrun, þrá og eftirsjá
Hér endurtekur sagan sig

Án þín er líf mitt ekki til neins: hvers vegna?
Dagur og nótt virðast mér eins: hvers vegna?
Vertu hjá mér, láttu mig sjá að ég er ætluð þér

Ég mun alltaf verða vinur þinn
Og vorið kemur enn á ný í fyrsta sinn
Með undrun, þrá og eftirsjá
Hér endurtekur sagan sig

Ég elska þig

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Visitors from around the world

free counters