Song Information | |
Music: Iðunn Ásgeirsdóttir | |
Lyrics: Ragnheiður Bjarnadóttir | |
Other versions | |
Icelandic | English |
Ég mun fylgja þér, alla leið
Mmm… þú mátt trúa því
Og hvernig sem allt fer, mun leiðin greið
Mmm… já ég lofa því
Þau munu fella þungan dóm
En það munu verða orðin tóm
Hér er mín hönd
Ég mun leiða þig í önnur lönd
Treystu á mig því ég elska þig
Þá draumar okkar, vaxa hratt
Mmm… í ást og trú
Og síðan fáum gjöf, ég segi satt
Mmm… við verðum bráðum þrjú
Hér er mín hönd
Ég mun leiða þig í önnur lönd
Þú munt sjá
Nýja veröld sem við eigum tvö og þá
Allt sem er og skiptir öllu máli
Ert þú og ég
Og fólk mun stoppa, dæma, benda, finna að
Við hugsum ekki um það
Hér er mín hönd
Ég mun leiða þig í önnur lönd
Þú munt sjá
Nýja veröld sem við eigum tvö og þá
Treystu á mig, því ég elska þig
Úú… treystu á mig, því ég elska þig
Leave a Reply