The home of Eurovision lyrics

unnur-eggertsdottir_lead

Song Information
Music: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson,
Ken Rose
Lyrics: Eliza Newman, Gísli Kristjánsson,
Hulda G. Geirsdóttir

Tíminn, hlykkjast eins og ormur inni í haus á mér
Æ, ó, æ, svo ruglingslegur þessi heimur er
Heilinn á mér í hönk, ég klikkast – samt er allt í lagi, í lagi

Þú tryllist á takkaborðinu
Og tjúnar mig í botn með kossaflóðinu
Ég næ ekki að skrúfa fyrir það
Því þú gerir mig alveg snargeggjaða
Ég syng fyrir þig

Dúrúrúrúdú dúrúrúrúdú dúdúdú dúrú, yeah dúrú

Úr takt, er hjarta mitt sem ólmast langt út á hlið
Æ, er ástin bara venjuleg og ekkert spes?
Heilinn á mér í hönk, ég klikkast – samt er allt í lagi, í lagi

Þú tryllist á takkaborðinu
Og tjúnar mig í botn með kossaflóðinu
Ég næ ekki að skrúfa fyrir það
Því þú gerir mig alveg snargeggjaða
Ég syng fyrir þig

Dúrúrúrúdú dúrúrúrúdú dúdúdú dúrú, yeah dúrú
Ég syng fyrir þig
Dúrúrúrúdú dúrúrúrúdú dúdúdú dúrú, yeah dúrú
Ég syng fyrir þig
Dúrúrúrúdú dúrúrúrúdú dúdúdú dúrú, yeah dúrú

Mér er sama þó að allt ranghvolfist hér
Ég syng fyrir þig

Þú tryllist á takkaborðinu
Og tjúnar mig í botn með kossaflóðinu
Ég næ ekki að skrúfa fyrir það
Því þú gerir mig alveg snargeggjaða
Ég syng fyrir þig

Dúrúrúrúdú dúrúrúrúdú dúdúdú dúrú, yeah dúrú
Ég syng fyrir þig
Dúrúrúrúdú dúrúrúrúdú dúdúdú dúrú, yeah dúrú
Ég syng fyrir þig
Dúrúrúrúdú dúrúrúrúdú dúdúdú dúrú, yeah dúrú

Comments

  • Tinna Mirjam Reynisdóttir says:

    ég elska þetta lag og er mikill aðdáandi hennar og hefði óskað þess að hún hefði unnuð þetta

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Visitors from around the world

free counters